BÍ og FF senda svar við spurningum Bjarna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Óttar

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna telja frelsi blaðamanna til að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald vera lýðræðissamfélaginu lífsnauðsynleg. Þetta segir í yfirlýsingu sem félögin sendu frá sér í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja.

Þar setti hann fram nokkrar spurningar sem félögin hafa svarað í yfirlýsingu sinni.

„Blaða- og fréttamenn eru sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, t.d. ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlutverks þeirra.“

Blaðamennska eigi að vera óþægileg

Í yfirlýsingunni segir enn frekar að blaðamennska geti verið, og eigi að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpi mistök, bresti og spillingu í kerfinu.

Til þess að greina frá slíkum brestum geti verið nauðsylegt að nota gögn sem ekki hafi verið aflað með lögmætum hætti. Bent er á að dómstólar hafi staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.

„Það liggur í eðli valdsins að verjast, og handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti.

Íslendingar hafa, eins og margar aðrar lýðræðisþjóðir, slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert