Snjóflóðahætta í Esju og víðar

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda göngufólki á að í mörgum heimafjöllum …
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda göngufólki á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli, eins og t.d. Esju, kann að skapast töluverð snjóflóðahætta. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverð snjóflóðahætta getur skapast í fjöllum þar sem snjó hefur kyngt niður undanfarna daga víða á landinu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg varar við þessu og segir hættu geta skapast í heimafjöllum við þéttbýli, til að mynda Esju.

Er göngufólk sem ætlar að nýta sér gott veður til útivistar beðið um að hafa varann á og fara ekki út fyrir merktar gönguleiðir. Þá er einnig gott að vera búinn skóflu, stöng og snjóflóðaýli, og vera vel upplýstur um snjóflóðahættu.

Hægt er að afla sér upplýsinga á síðum á borð við safetravel.is og snjóflóðasíðum www.vedur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert