Gular viðvaranir í kortunum

Slæm akstursskilyrðum verða á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs næstu …
Slæm akstursskilyrðum verða á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs næstu tvo daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suður- og Suðausturlandi á morgun. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir restina af landinu.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að spáð sé hvassri austanátt með skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum á höfuðborgarsvæðinu upp úr hádegi á morgun og að veðrið eigi ekki að lægja fyrr en um sexleytið á sunnudagskvöldi.

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suður- og Suðausturlandið á …
Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suður- og Suðausturlandið á morgun og sunnudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Á Suðurlandi gengur í Austan hvassviðri eða storm um klukkan eitt, með 13-18 m/sek og skafrenningi, en 18-25 m/sek og snjókomu syðst. Þá má búast við lélegu skyggni, erfiðum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum.

Á Suðausturlandi á að ganga í Norðaustan rok 20-28 m/sek, skafrenning og snjókömu á köflum. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og Öræfum. Slæm akstursskilyrði og samgöngutruflanir eru líklegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert