Fólk hvatt til þess að halda sig heima

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að halda sig …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að halda sig heima og vera ekki á ferðinni að óþörfu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðrið hefur verið að gera fólki lífið leitt á höfuðborgarsvæðinu í dag, ekki síst ökumönnum, og mun það halda áfram að gera það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Færðin er víða erfið, sérstaklega í efri byggðum, en spáð er áframhaldandi skafrenningi. Margir ökumenn hafa setið fastir og hafa viðbragðsaðilar haft í nægu að snúast. Þá hafa allnokkrir árekstrar verið tilkynntir lögreglu það sem af er degi.

„Í svona veðri og færð er einfaldlega best að halda sig heima og hafa það notalegt og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningunni.

Þá minnir lögreglan á að gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á höfuðborgarsvæðinu allt til kl. 9 í fyrramálið og biðlar til fólks að fara varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert