Veðurstofa Íslands hefur uppfært viðvaranir vegna veðurs í dag og kvöld.
Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld klukkan níu á Suður- og Suðausturlandi.
Þá hafa einnig verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðurs á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendi til viðbótar við þær viðvaranir sem taka gildi síðar í dag á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suður- og Suðausturlandi.
Seinnipartinn í dag er búist við stormi syðst á landinu með snjókomu. Í kvöld bætir í vind og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum.
Búast má við hvössum vindi og skafrenningi með lélegu skyggni á Reynisfjalli eftir hádegi. Undir Eyjafjöllum og í Öræfum gætu vindhviður verið á bilinu 40 til 45 metrar á sekúndu síðdegis í dag.