Uppfæra viðvaranir vegna veðurs

Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld.
Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur uppfært viðvaranir vegna veðurs í dag og kvöld.

Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld klukkan níu á Suður- og Suðausturlandi.

Þá hafa einnig verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðurs á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendi til viðbótar við þær viðvaranir sem taka gildi síðar í dag á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa, Suður- og Suðaust­ur­landi.

Seinnipartinn í dag er búist við stormi syðst á landinu með snjókomu. Í kvöld bætir í vind og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum.

Bú­ast má við hvöss­um vindi og skafrenn­ingi með lé­legu skyggni á Reyn­is­fjalli eft­ir há­degi. Und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræf­um gætu vind­hviður verið á bil­inu 40 til 45 metr­ar á sek­úndu síðdeg­is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert