Verið að losa fasta bíla á Grindavíkurvegi

Búið er að loka vegum á Reykjanesinu sunnanverðu vegna færðar.
Búið er að loka vegum á Reykjanesinu sunnanverðu vegna færðar. Skjáskot/Vegagerðin

Björgunarsveitarmenn í Þorbirni í Grindavík vinna nú að því að losa bíla sem hafa fest sig í færðinni á Grindavíkurvegi. Hefur veginum verið lokað tímabundið vegna færðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Þorbirni hefur verið mikill erill í dag vegna veðurs og voru á bilinu 30-40 bílar fastir á veginum um fimmleytið í dag. 

Á vef Vegagerðarinnar sést að auk Grindavíkurvegar er einnig búið að loka Suðurstrandarvegi, sem og Krýsuvíkurvegi frá Vigdísarvallavegi og að Suðurstrandavegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert