Söguleg snjókoma reið yfir Eyjamenn í gær og voru þeir hvattir til að halda sig heima. Fólk sá ekki handa sinna skil líkt og myndirnar gefa til kynna.
Óskar Pétur Friðriksson, fréttaritari mbl.is, fór á stjá og tók þessar myndir. Í leiðinni tók hann einstaka hugaða göngumenn upp í bíl sinn, sem áttu erfitt með að komast leiða sinna vegna blindbylsins.
Snjómokstur hófst strax í nótt og í dag var allt marautt. Gátu Vestmanneyingar þannig unnið upp útiveruna sem þeir fóru á mis við í gær.