Enn lokað fyrir umferð á Suðurlandi

Vegum hefur verið lokað í dag vegna veðurs.
Vegum hefur verið lokað í dag vegna veðurs. mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að opna flest alla vegi í kringum höfuðborgarsvæðið. Enn er þó lokað fyrir umferð milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal og sömuleiðis frá Fosshóteli á Núpum að Höfn í Hornafirði.

Um hádegisbil í gær var lokað fyrir umferð milli Víkur í Mýrdal og að Skógum en nú nær lokunin að Hvolsvelli. 

Í grennd við höfuðborgarsvæðið er lokað á Krísuvíkurvegi og Grafningsvegi sem og frá Lyngdalsheiði að Þingvallavegi.

Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi á Suður- og Suðaust­ur­landi frá því í gærkvöldi og liggur ekki fyrir hvenær hægt verður að opna vegina aftur. Að öllu óbreyttu mun þó viðvörunin breytast í gult ástand klukkan þrjú, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Enn er skafrenningur á Hellisheiði en vindurinn er að ganga niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert