Þakplötur losnuðu og bílar sátu fastir

Flest verkefni björgunarsveitarmanna fólust í að aðstoða ökumenn.
Flest verkefni björgunarsveitarmanna fólust í að aðstoða ökumenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir sinntu á annan tug útkalla í nótt og voru flest þeirra vegna lokana á vegum og ökumanna í vandræðum vegna færðar. Mikið var um bíla sem sátu fastir, m.a. í Þrengslum, í grennd við höfuðborgarsvæðið, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum.

Þetta segir Karen Ósk Lárusdóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá voru björgunarsveitarmenn einnig kallaðar út eftir að þakplötur losnuðu af húsi á Kjalarnesi um þrjúleytið í nótt. Annars var lítið um „fok-verkefni“, að sögn Karenar.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða frá því seinnipartinn í gær. Umferð um vegi var lokað á nokkrum stöðum og var fólk hvatt til að halda sig heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert