Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

Í Kópavogi eru bæjarstarfsmenn í óðaönn að brjóta klaka við …
Í Kópavogi eru bæjarstarfsmenn í óðaönn að brjóta klaka við niðurföll. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna óveðurs sem er fram undan hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna frá klukkan fimm í dag.

Eins og hefur komið fram hefur viðvör­un­arstig vegna veðurs verið hækkað úr app­el­sínu­gulu í rautt í Faxa­flóa, á Suður­landi og á höfuðborg­ar­svæðinu. Rauð viðvör­un tek­ur gildi á höfuðborg­ar­svæðinu í dag um sjöleytið og er fólki ráðlagt að halda sig heima á meðan viðvör­un­in er í gildi.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að talsverð hætta sé á foktjóni auk þess sem samgöngur geta orðið erfiðar um tíma. Er fólk hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að talsverð hætta sé á …
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að talsverð hætta sé á foktjóni auk þess sem samgöngur geta orðið erfiðar um tíma. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert