Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við talsverðri rigningu eða snjókomu á meðan óveðrið gengur yfir í dag og í kvöld. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þurfi að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi til að forðast vatnstjón.
Íbúar eru því minntir á að huga að ræsum og niðurföllum við hús sín. Bæjarstarfsmenn hafa verið í óðaönn í dag við að hreinsa og brjóta klaka við niðurföll en óvíst er að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið.
Líkur eru á foktjóni og ráðleggur lögreglan fólki að ganga frá lausum munum.