Tveir festust þegar sjór gekk upp á land

Frá ofviðri við Keflavíkurhöfn. Mynd úr safni.
Frá ofviðri við Keflavíkurhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tveimur mönnum var bjargað úr bifreið sem festist í sjó við Keflavíkurhöfn í kvöld. Lón myndaðist við gömlu saltgeymsluna við höfnina eftir að sjór gekk á land í ofviðrinu.

Frá þessu var fyrst greint á vef Víkurfrétta.

Þar segir að mennirnir hafi setið fastir í sjó við höfnina þar til björgunarlið kom þeim til hjálpar. Þeir hafi ekki slasast en séu þó blautir og kaldir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert