Umferðaróhapp varð í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði og hefur veginum verið lokað. Skyggni er afar slæmt og er mikil ófærð. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra, en þar kemur fram að bjargir séu á leið á vettvang.
Biður lögreglan ökumenn um að leggja ekki af stað á heiðina og bíða frétta eða hafa samband við Vegagerðina til að kanna með ástandið.