Þrjú útköll vegna vatnsleka

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll í morgun vegna vatnsleka og tók hvert verkefni hátt í tvo klukkutíma, að sögn varðstjóra.

Útköllin voru í húsi Húsgagnahallarinnar, í félagsaðstöðu í Hafnarfirði og íbúðarhúsi í Friggjarbrunni í Úlfarsárdal.

Slökkviliðið hefur farið í útköll í morgun, meðal annars vegna þakkanta og klæðninga sem hafa fokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert