Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti verkefni fyrir almannavarnir í nótt vegna bilana á rafmagnslínum á Suðurlandi.
Flaug hún með tæknimenn Landsnets til að greina bilanir á 220 kílóvatta línum þannig að hægt yrði að senda þangað viðgerðaflokka í framhaldinu.
Þyrlan fór í loftið um klukkan 5.15 í nótt og er nýlent aftur í Reykjavík, að sögn varðstjóra hjá Gæslunni.