Bláfjöll mögulega opnuð aftur um helgina

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru lokuð.
Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru lokuð. Ljósmynd/Skíðasvæðin

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru lokuð eins og stendur vegna rafmagnsleysis en mikið tjón varð á rafdreifikerfum landsins í aftakaveðrinu á mánudag og aðfaranótt þriðjudags.

Í tilkynningu skíðasvæðanna á Facebook segir að vonandi verði hægt að opna Bláfjöll um helgina.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir í samtali við mbl.is töluvert tjón hafa orðið á rafdreifikerfinu í gær í óveðrinu og brotnuðu hátt í 20 staurar og eru enn fleiri illa farnir eftir ísingu. 

Hún segir flesta notendur komna með rafmagn en stefnt er að því að koma rafmagni á Bláfjöll fyrir helgi. Aftur á móti gæti tekið lengri tíma að fá rafmagnið aftur á í Skálafelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert