Óvissuástandi vegna óveðurs aflétt

Óvissustigi var lýst yfir 21. febrúar.
Óvissustigi var lýst yfir 21. febrúar. mbl.is/Arnþór

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu, hefur ákveðið að fara af óvissustigi almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Óvissustigi var lýst yfir 21.febrúar þegar veðurspá Veðurstofu Íslands sýndi ofsaveður um allt land með mikilli hættu á foktjóni og ófærð. Veðurspáin gekk eftir og gætti áhrifa veðursins. Viðbragðsaðilar voru að störfum um allt land, björgunarsveitir sinntu vel á annað hundrað verkefna, Rauði Krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Þorlákshöfn og á Patreksfirði, þar sem íbúðahús voru rýmd vegna snjóflóðahættu,“ segir í tilkynningunni.

„Umtalsvert tjón varð á byggingum víða um land sem og á raforkukerfinu og því fylgdu rafmagnstruflanir víða.  Flugsamgöngur lágu niðri um tíma og eins voru miklar truflanir á vegasamgöngum milli landshluta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert