Tvö hús skemmdust í Hafnarfirði

Tvö hús sem voru í byggingu við Dofrahellu í Hafnarfirði, hlið við hlið, urðu fyrir tjóni í óveðrinu sem núna gengur yfir.

Stutt er síðan tilkynning barst frá lögreglunni um að stálgrindarhús hafi sprungið í óveðrinu. Í meðfylgjandi myndskeiði sést þegar brak úr þakinu fýkur í næsta nágrenni. 

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um iðnaðarhúsnæði sé að ræða sem hafi verið byggð í einingum með frauðplasti á milli. Einingarnar hafi fokið um hverfið.

„Þetta sprakk og fauk hérna um hverfið,“ segir Sævar. 

Spurður segir hann að ekki hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita. „Það er lítið hægt að gera. Við erum að bíða eftir að veðrinu sloti til þess að reyna að átta okkur á þessu. Við lokuðum bara hverfinu,“ segir Sævar og bætir við að hættulegt sé að vera þar á ferli.

Engar tilkynningar hafa borist um að fólk hafi slasast.

Stálgrindarhús sprakk í Hafnarfirði í dag.
Stálgrindarhús sprakk í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stál­grind­ar­hús við Dof­ra­hellu í Hafnar­f­irði sprakk í óveðrinu í dag.
Stál­grind­ar­hús við Dof­ra­hellu í Hafnar­f­irði sprakk í óveðrinu í dag. Ljósmynd/Skjáskot
Foktjón í Hafnarfirði í dag.
Foktjón í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka