Gular viðvaranir í gildi

Gular viðvaranir eru í gildi.
Gular viðvaranir eru í gildi. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna hvassviðris og hríðar.

Veðurstofan spáir austan og norðaustan 15-25 metrum á sekúndu í dag og verður hvassast á norðvestantil.

Víða verður slydda og rigning á láglendi suðaustan og austantil, en él um landið norðanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi en áframhaldandi úrkoma verður á annesjum norðanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig en í kringum frostmark á Vestfjörðum. Vaxandi vestanátt austantil annað kvöld og kólnar í veðri.

Minnkandi norðvestanátt verður á morgun og éljagangur um landið norðanvert, en annars úrkomuminna.

Hæglætisveður verður síðdegis og él á stöku stað, en vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Kólnar í veðri, frost allt að 10 stig norðaustantil en frostlaust við suðurströndina.

Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að mikil lausamjöll sé víða um land og lítinn vind þurfi til að skafrenningur valdi vandræðum á vegum víða um land.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert