Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi fyrripart dags á Suðausturland og Austfjörðum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Útlit er fyrir éljagang og vestanátt 8 til 15 m/s á landinu í dag. Á Suðausturlandi og Austfjörðum er búist við 18 til 25 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Þetta getur skapað varasöm akstursskilyrði.
Það lægir smám saman í dag og síðdegis verður úrkomulítið. Hiti verður um eða undir frostmarki.
Á höfuðborgarsvæðinu styttir upp eftir hádegi en í kvöld verður vaxandi austanátt og vægt frost.