137 veðurviðvaranir voru gefnar út af Veðurstofunni í febrúar en í sama mánuði í fyrra voru þær alls átta. Þetta kemur fram í samantekt sem Almannavarnir birtu.
Elín Björk hjá Veðurstofu Íslands tók saman veðurviðvaranir í febrúarmánuðum á síðustu fimm árum og er um að ræða samanlagðar tölur fyrir landsvæði sem hafa fengið viðvaranir í febrúar.
Er um að ræða metfjölda veðurviðvarana á síðustu fimm árum, en næstmesti fjöldi viðvarana var 2018 þegar 128 veðurviðvaranir voru í febrúarmánuði.