75 milljónir til félagasamtaka

Heilbrigðisráðuneytið.
Heilbrigðisráðuneytið. Ljósmynd/Aðsend

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 75 milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum.

Styrkir sem þessir eru veittir ár hvert af safnliðum fjárlaga til verkefna í þágu einstaklinga eða hópa, svo sem á sviði fræðslu og forvarna, ráðgjafar og stuðnings.

Hæstu styrkina, 5 milljónir króna, hlutu Gigtarfélag Íslands, Bergið headspace, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Rótin, Hjartaheill og SÍBS, að því er kemur fram í tilkynningu.

Ráðherra úthlutar styrkjunum að fenginni tillögu starfshóps sem metur styrkhæfi umsókna og gerir tillögu um úthlutun þeirra. Auglýst var eftir umsóknum í október og bárust alls 42 umsóknir en 29 hlutu styrk. Styrkfjárhæðir voru á bilinu 500 þúsund til 5 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert