Í fjögurra vikna varðhald vegna líkamsárásar

Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhalg vegna aðildar að alvarlegri líkamsárás …
Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhalg vegna aðildar að alvarlegri líkamsárás í miðborginni aðfaranótt sl. laugardags. mbl.is/Ari

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 6. apríl, vegna alvarlegrar líkamsárásar í miðborginni aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Er þetta gert á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Á myndskeiði sem hefur gengið milli fólks á samfélagsmiðlum má sjá stunguárás sem varð í Austurstræti í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Er myndefnið meðal gagna sem lögregla styðst við í rannsókn málsins.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að rannsóknin miði vel en að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert