Gul viðvörun í allan dag

Gular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi.
Gular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvör­un vegna veðurs er í gildi á Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi, og verður að öllu óbreyttu þangað til klukk­an sex í fyrra­málið á morg­un. 

Þar er spáð tals­verðri og mik­illi rign­ingu og bú­ast má við auknu af­rennsli og vatna­vöxt­um í ám og lækj­um. Þetta eyk­ur hættu á flóðum og skriðuföll­um og get­ur auk þess valdið tjóni og raskað sam­göng­um, að því er seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

Ekki tal­in hætta í byggð

Í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar frá því í gær seg­ir að upp­söfnuð úr­koma frá fimmtu­dags­eft­ir­miðdegi og fram á laug­ar­dags­morg­un gæti víða orðið milli 200-300 mm til fjalla, mest á svæðinu frá Öræf­um að Stöðvaf­irði. 

Ekki er tal­in hætta í byggð en fylgst verður með aðstæðum. Þá er bú­ist við minni rign­ingu á Seyðis­firði en sunn­ar á Aust­fjörðum. Litl­ar lík­ur eru tald­ar á að þessi rign­ing hafi telj­andi áhrif á stöðug­leika í gamla skriðsár­inu.

Allt að tíu stiga hiti

Bú­ist er við suðaustanátt 13-18 m/​s víða í dag. Á Norður­landi verður þurrt en út­lit er fyr­ir skúr­ir suðvest­an- og vest­an­lands en ann­ars rign­ing suðaust­an­lands.

Hiti verður á bil­inu þrjú til tíu stig. Í kvöld er út­lit fyr­ir að það lægi.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert