Finnar þjóða hamingjusamastir

Finnar baða sig í ísilögðu vatni eftir sánabað í Rovaniemi …
Finnar baða sig í ísilögðu vatni eftir sánabað í Rovaniemi í Lapplandi. APF/OLIVIER MORIN

Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, fimmta árið í röð ef marka má hamingjuvísitölu, sem stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur nú birt í áratug. Danir koma næstir, þá  Íslendingar, sem hækka um eitt sæti á milli ára, og Svisslendingar eru í fjórða sæti. Afganir eru óhamingjusamastir.

Serbar, Búlgarar og Rúmenar hækka mest milli ára á hamingjulistanum en Líbanar, Venesúelabúar og Afganir lækka mest. Alls eru 146 þjóðir á listanum. 

Hamingjuvísitalan byggir á könnun sem Gallup gerir meðal þjóðanna sjálfra en einnig er stuðst við efnahagslegar og félagslegar hagtölur. 

Hamingjuvísitalan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert