Átta börn með veiruna á Landspítala

Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta börn liggja nú inni á Landspítala á aldrinum fjögurra mánaða til átta ára með Covid-19.

Alls eru 73 sjúklingar með veiruna. Tveir eru á gjörgæslu og er hvorugur þeirra í öndunarvél. Í gær lögðust 13 inn en 26 voru útskrifaðir. Um 300 starfsmenn eru fjarverandi með Covid-19.

„Það sem einkenndi innlagnir gærdagsins voru tíu aldraðir herramenn sem allir þurftu innlögn vegna mikils slappleika og falls/yfirliða,“ segir í tilkynningu Landspítala.

Þá segir að á Vífilsstöðum sé nú hópsýking þar sem níu eru smitaðir.

Á Landakoti eru hópsýkingar hins vegar að verða yfirstaðnar en á bráðaöldrunarlækningadeild greinast að meðaltali einn á dag og eru nú fjórir þar inni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert