Herjólfur aftur byrjaður að sigla í Landeyjahöfn

Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.
Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.

Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í gærkvöldi, tvær ferðir, en skipið hefur lítið getað notað höfnina frá því upp úr áramótum vegna sands í innsiglingunni og slæms veðurs. Byrjað verður að dýpka í dag og er vonast til að hægt verði að nota höfnina meira á næstunni.

Óvenjuerfitt hefur verið fyrir Herjólf að sigla til Landeyjahafnar það sem af er ári. Það er ekki aðeins að sandur í höfninni hafi gert höfnina illfæra heldur hafa stöðugar brælur gert ástandið verra. Þá fáu daga sem veður hefur verið stillt og öldur ekki of miklar hefur verið hægt að sigla inn í höfnina á flóði.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert