Töldu sig hafa fundið strokufangann í Strætó

Atvikið átti sér stað í kringum 13:20 í dag.
Atvikið átti sér stað í kringum 13:20 í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sérsveit ríkislögreglustjóra taldi sig hafa fundið strokufangann, sem lýst var eftir í gær, í strætisvagni um eittleytið í dag. 

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó tók sérsveitin karlkyns farþega úr strætisvagninum en hann hafi svo ekki reynst vera sá eftirlýsti.

Í gærkvöldi var greint frá því að Gabrí­el Doua­ne Boama hafi strokið úr héraðsdómi er mál hans var til meðferðar. 

Atvikið átti sér stað um klukkan 13:20 í dag við BSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert