Mun ræða við yfirmenn lögreglu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann muni eiga sam­tal við rík­is­lög­reglu­stjóra og óska eft­ir viðbrögðum lög­reglu vegna af­skipta henn­ar af ung­lings­pilti sem hef­ur verið fjallað um í dag og í gær. 

mbl.is ræddi við Jón í dag um mál strokufang­ans sem slapp úr gæslu­v­arðhaldi og af­skipti lög­reglu af sama ung­lings­pilt­in­um, tvisvar á inn­an við sól­ar­hring, við leit að fang­an­um.

Að sögn Jóns er það afar óheppi­legt að svona lagað skuli eiga sér stað í þess­ari starf­semi lög­reglu og að það sé mik­il­vægt að læra af þessu.  

Mun óska eft­ir viðbrögðum

Spurður hvort dóms­málaráðuneytið hygg­ist beina ein­hverj­um til­mæl­um til lög­reglu varðandi verklag og fram­kvæmd leit­ar­inn­ar sagðist Jón ör­ugg­lega leita eft­ir upp­lýs­ing­um frá lög­reglu en ít­rek­ar að hvorki ráðuneytið né ráðherra geti haft ein­hver af­skipti af ein­staka mál­um hjá lög­regl­unni.

Jón vís­ar þá til þess að það sé til staðar starf­andi eft­ir­lits­nefnd sem fylg­ist með störf­um lög­reglu sem taki á svona mál­um ef til­efni er til þess.  

Jón seg­ir þó að hann muni eiga sam­tal við rík­is­lög­reglu­stjóra og yf­ir­menn lög­regl­unn­ar eft­ir helg­ina. 

„Ég mun auðvitað eiga sam­tal við rík­is­lög­reglu­stjóra og fara yfir þetta mál og kynna mér það þannig og óska eft­ir ein­hverj­um viðbrögðum.“ 

Að sögn Jóns er það þó að öðru leyti lög­regl­an sem þurfi að svara fyr­ir þetta.  

Þurfi að sýna lög­regl­unni skiln­ing 

Tek­ur hann þá fram að það þurfi að sýna lög­regl­unni skiln­ing. 

„Menn þurfa að hafa það í huga að þetta eru erfiðar aðstæður sem lög­regl­an vinn­ur við og það þarf að sýna því skiln­ing.“ 

Bend­ir Jón þá á að lög­regl­an sé að leita að eft­ir­lýst­um ein­stak­lingi sem er tal­inn hættu­leg­ur um­hverfi sínu. 

„Aðstæður eru ekki ein­fald­ar, þær eru flókn­ar og menn und­ir álagi hjá lög­regl­unni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert