Eins og greint hefur verið frá í dag og í gær hafði lögregla afskipti af sama unglingspilti tvisvar á innan við sólarhring við leit sína á strokufanganum sem slapp úr gæsluvarðhaldi. Umræða um afskipti lögreglu hefur farið hátt í samfélaginu og ekki síst á samfélagsmiðlinum Twitter.
Margir hafa fordæmt afskipti lögreglunnar á Twitter og sumir kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir að svona mistök endurtaki sig.
Sami strákur og var tekinn úr strætó í gær var rétt í þessu tekinn AFTUR í bakaríi. Þar sem hann var með mömmu sinni. Þetta er ekki allt í lagi. Það þarf að virkja nefnd um eftirlit með lögreglu aftur og það þarf að taka lögregluna til skoðunar.
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 21, 2022
Áreitið sem að ungir strákar af erlendum uppruna eru búnir að verða fyrir síðustu daga er yfirgengilegt, frá bæði yfirvöldum og almenningi. Og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta allt saman.
— Logi Pedro (@logipedro101) April 21, 2022
Svo ógeðslega heimskulegt shit my god.
Lögreglan í gær: leiðinlegt að sérsveitin hafi ráðist á og ætlað að handtaka saklausan strák eftir racial profiling. Þetta er áhyggjuefni.
— Sema Erla (@semaerla) April 21, 2022
Lögreglan í dag: reynir aftur að handtaka sama strákinn!
En nei, rasismi er ekki kerfisbundið vandamál í íslensku samfélagi!
This is nothing but RACIAL PROFILING and it’s happening in Iceland. People of color are not SAFE in our country, not even minors. What kind of society do we live in? We demand a statement from @logreglan !! #racism #racialprofiling pic.twitter.com/0uGZwSCcDP
— Alondra S. M. (@alondresvoy) April 20, 2022
Sumir hafa nýtt tækifærið til að gera grín að vinnubrögðum lögreglu.
Eins gott þetta gerðist ekki á Íslandi þá væri búið að handtaka í misgripum bæði Högna og Eyþór Inga pic.twitter.com/eZFPeEm5Wv
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 21, 2022
Algengustu felustaðir strokumanna eru Strætó og Bakarí!
— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 21, 2022
Er þetta lögreglan í Andabæ?
Þarf maður ekki að geta þekkt fólk í sundur til að komast í sérsveitina?
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 20, 2022
Mér finnst allir menn í Teslum líta nákvæmlega eins út.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) April 21, 2022