Læknirinn ekki íslenskur

Ljósmynd frá barkaígræðslunni.
Ljósmynd frá barkaígræðslunni. Karolinska Institut

Læknirinn sem átti að fá stöðu grunaðs ásamt Paolo Macchiarini í plastbarkamálinu er ekki íslenskur. Þetta kemur fram í svari embætti saksóknara í Svíþjóð, Åklagarmyndigheten, við fyrirspurn mbl.is.

Fram kom í umfjöllun Dagens Medicin í dag að ónafngreindur evrópskur brjóstholsskurðlæknir var grunaður um að hafa átt aðild að grófu ofbeldi eða misþyrmingu í plastbarkamálinu og átti viðkomandi að fá stöðu grunaðs. Fallið var hins vegar frá þeirri vegferð í kjölfar þess að lögregla í heimalandi læknisins varð ekki við rannsóknarbeiðni sænskra yfirvalda.

Komu að aðgerð fyrsta sjúklingsins

Tveir íslenskir læknar tengjast plastbarkamálinu sem leiddi til dauða fleiri sjúklinga eftir að græddur var í þá barki úr plasti. Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson komu að aðgerð fyrsta sjúklingsins sem und­ir­gekk plast­barkaaðgerð Macchi­ar­ini á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, And­emariam Tek­les­en­bet Beyene, en hann hafði verið til meðferðar á Land­spít­ala.

Í svari ákæruvaldsins í Svíþjóð við fyrirspurn mbl.is er brjóstholsskurðlæknirinn sem rætt er um í Dagens Medicin ekki íslenskur, eins og áður sagði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert