805 skráðir frá Úkraínu

Frá mótmælum við rússneska sendiráðið hér á landi vegna innrásarinnar …
Frá mótmælum við rússneska sendiráðið hér á landi vegna innrásarinnar í Úkraínu. mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru 56.921 erlendur ríkisborgari skráður með búsetu hér á landi 1. maí síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 1.942 frá 1. desember í fyrra eða um 3,5%.

Í nýútkomnum tölum Þjóðskrár kemur fram að úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 236,8% frá 1. desember sl. og voru þann 1. maí sl. 805 úkraínskir ríkisborgarar skráðir í þjóðskrá.

Þá hefur sömuleiðis átt sér stað umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 44,4%. Eru nú 657 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.

„Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 317 einstaklinga og voru 21.508 talsins um síðustu mánaðamót eða 1,5% landsmanna og rúmenskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 202 eða um 7,3%,“ segir í frétt Þjóðskrár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert