Víða rigning eða þokusúld

Veðurspáin í hádeginu í dag.
Veðurspáin í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Spáð er suðlægri eða breytilegri átt, 3 til 10 metrum á sekúndu og víða rigningu eða þokusúld. Yfirleitt verður bjartviðri norðausturlands en líkur á stöku síðdegisskúrum þar.

Hiti verður á bilinu 8 til 19 stig, mildast norðaustan til.

Víða verða skúrir eða dálítil rigning á morgun, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert