Bjóða upp á skutl og óska eftir frjálsum framlögum

Í tilkynningu frá SUS segir að skapast hafi neyðarástand á …
Í tilkynningu frá SUS segir að skapast hafi neyðarástand á leigubílamarkaði á Íslandi og að stórt gat þurfi að fylla. mbl.is/Ari

Í kvöld mun Sam­band ungra sjálf­stæðismanna (SUS) bjóða miðbæj­ar­gest­um upp á skutl end­ur­gjalds­laust. Þó verður tekið við frjáls­um fram­lög­um og mun ágóðinn renna í túlkþjón­ustu til að auka aðgengi er­lendra aðila að leigu­bif­reiðamarkaðinum.

Í til­kynn­ingu frá SUS seg­ir að skap­ast hafi neyðarástand á leigu­bíla­markaði á Íslandi og að stórt gat þurfi að fylla. Stjórn­völd boði al­gjör­ar lág­marksaðgerðir. Skor­ar sam­bandið á ráðherra að svara kall­inu og færa lög­gjöf­ina á 21. öld­ina.

Þetta ástand býður uppá að ein­stak­ling­ar bíða ein­ir í yfir klukku­tíma eða taka raf­hlaupa­hjól ölvuð úr bæn­um, keyra und­ir áhrif­um áfeng­is og skutlara­menn­ing­in stækk­ar með til­heyr­andi hættu - sér­stak­lega fyr­ir ung­ar kon­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir einnig að aðilar sem vilji sækja sér leyfi til að stunda leigu­bif­reiðaakst­ur þurfi að sækja nám­skeið og þreyta próf sem aðeins sé haldið á ís­lensku. Ekki sé greitt fyr­ir túlk sem sé enn einn tak­mark­andi þátt­ur­inn í nú­ver­andi kerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert