Bjóða upp á skutl og óska eftir frjálsum framlögum

Í tilkynningu frá SUS segir að skapast hafi neyðarástand á …
Í tilkynningu frá SUS segir að skapast hafi neyðarástand á leigubílamarkaði á Íslandi og að stórt gat þurfi að fylla. mbl.is/Ari

Í kvöld mun Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) bjóða miðbæjargestum upp á skutl endurgjaldslaust. Þó verður tekið við frjálsum framlögum og mun ágóðinn renna í túlkþjónustu til að auka aðgengi erlendra aðila að leigubifreiðamarkaðinum.

Í tilkynningu frá SUS segir að skapast hafi neyðarástand á leigubílamarkaði á Íslandi og að stórt gat þurfi að fylla. Stjórnvöld boði algjörar lágmarksaðgerðir. Skorar sambandið á ráðherra að svara kallinu og færa löggjöfina á 21. öldina.

Þetta ástand býður uppá að einstaklingar bíða einir í yfir klukkutíma eða taka rafhlaupahjól ölvuð úr bænum, keyra undir áhrifum áfengis og skutlaramenningin stækkar með tilheyrandi hættu - sérstaklega fyrir ungar konur,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir einnig að aðilar sem vilji sækja sér leyfi til að stunda leigubifreiðaakstur þurfi að sækja námskeið og þreyta próf sem aðeins sé haldið á íslensku. Ekki sé greitt fyrir túlk sem sé enn einn takmarkandi þátturinn í núverandi kerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert