Sjálfsagt að hjálpa vinum í vanda

Vél Niceair leysti af flugvél Play í dag og í …
Vél Niceair leysti af flugvél Play í dag og í gær. mbl.is/Þorgeir

Flugvél Niceair leysti af flugvél Play í gærkvöldi í flugi til Gautaborgar og svo aftur í dag, en villumelding kom upp í flugvél Play á leið heim frá Malaga í fyrradag og er hún nú í skoðun.

Þetta staðfestir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. 

Ekki hefur verið rætt hvort framlengja þurfi greiðasemina á morgun, en Þorvaldur segir það sjálfsagt mál að „hjálpa vinum í vanda“.

Play stefnir þó á að vélin verði komin í gagnið svo þess gerist ekki þörf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert