„Frábærar fréttir,“ segir forstjóri Niceair

Þorvaldur Lúðvík, forstjóri Niceair, gleðst yfir því að fleiri ætli …
Þorvaldur Lúðvík, forstjóri Niceair, gleðst yfir því að fleiri ætli sér að hefja áætlunarflug frá Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Nicea­ir, sem flýg­ur frá Ak­ur­eyr­arflug­velli, seg­ir það frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir fé­lagið og landið allt að þýska flug­fé­lagið Condor hafi í hyggju að hefja áætl­un­ar­flug milli Frankfurt og Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða á næsta ári.

„Við það stækk­ar áfangastaður­inn Ísland, og Norður- og Aust­ur­land fær frek­ari kynn­ingu í er­lend­um fjöl­miðlum. Þessu ber að fagna og verður ugg­laust frá­bær viðbót við sum­aráætl­un okk­ar á næsta ári,“ seg­ir hann í færslu á Face­book.

„Þessi áform krist­alla að við erum þrátt fyr­ir allt ekki al­veg úti á túni með okk­ar hug­mynd­ir og langvar­andi væll um upp­bygg­ingu á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum á held­ur bet­ur rétt á sér,“ skrif­ar hann og bæt­ir við í lok­in: „Það get­ur verið erfitt að vera einn, en fleiri en einn og þá er partí. Maður er manns gam­an.“
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.
Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Nicea­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert