„Óhugnanlegt“ að heyra af skemmdarverkunum

Dagur segir að ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi eigi að …
Dagur segir að ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi eigi að fordæma skilyrðislaust. Samsett mynd

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum á húsnæði Sósíalistaflokks Íslands og hótunum í garð Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins.

Óskar hann engum að ganga að ganga í gegnum nokkuð af því tagi en sjálfur varð hann og fjölskylda hans fyrir því að skotið var á bíl þeirra fyrir utan heimilið.

Samstöðu þurfi gegn ofbeldi og hótunum

Dagur skrifar á facebook-síðu sinni að ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi eigi að fordæma skilyrðislaust, hver sem á í hlut, enda sé það grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar.

„Það er í mínum huga jákvætt og eðlilegt að ræða harða orðræðu og hatursfulla í samhengi við hótanir og ofbeldisverk og það hef ég gert áður. Umræðan þarf að batna og koma upp úr skotgröfunum – og það á að ríkja algjör samstaða þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum,“ skrifar Dagur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka