Safna fyrir nýjum kirkjuklukkum

Þakskífur úr íslensku stuðlabergi koma til Grímseyjar í dag.
Þakskífur úr íslensku stuðlabergi koma til Grímseyjar í dag. Ljósmynd/Inga Lóa Guðjónsdóttir

Byggingu nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey miðar vel. Hilmar Páll Jóhannesson, hjá Loftkastalanum ehf., sem sér um byggingu kirkjunnar, var í gær ásamt fleirum að ganga frá kirkjuturninum. Í dag er von á steinskífum úr íslensku stuðlabergi sem klæða munu þakið. Stefnt er að því að klára ytra byrði kirkjunnar í þessum mánuði.

Hallgrímssöfnuður hefur hafið söfnun fyrir nýjum kirkjuklukkum handa Grímseyingum. Báðar klukkur Miðgarðakirkju bráðnuðu þegar kirkjan brann í september í fyrra. 

Nýju klukkurnar verða steyptar hjá Royal Eijsbouts, konunglegri klukkusteypu í Hollandi, og er gert ráð fyrir að þær komi til landsins í vor. Kostnaður er 2,5-3 milljónir króna. Styrktarreikningur fyrir almenning er 513-26-6901, kt: 590169-1969. Skýring: Grímsey. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka