„Þessi er ein af þeim stærri“

Lögnin er um 60 ára gömul.
Lögnin er um 60 ára gömul. Ljósmynd/Veitur

Veitur hafa birt ljósmynd sem var tekin þegar alræmd lögn, sem gaf sig í Hvassaleiti á föstudagskvöld, var lögð. 

Í borgarumhverfi eru gríðarleg mannvirki undir fótum okkar, net lagna, leiðslna og annars búnaðar sem við gefum sjaldnast gaum, nema þegar eitthvað kemur upp á. Í vatnsveitum Veitna eru um 1300 km af lögnum. Þessi er ein af þeim stærri,“ segir í færslu sem Veitur hafa birt á Facebook. 

Sem kunnugt er, þá varð talsvert tjón þegar kaldavatnslögnin í sundur í hverfinu. Mikill vatnselgur myndaðist þegar lögnin fór í sundur og vatn flæddi í stríðum straumum um hverfið. Meðal annars inn í kjallara, bílskúra og bíla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert