4,2 stiga skjálfti norðan við Grímsey

Grímsey.
Grímsey. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð upp úr klukkan eitt í nótt um 10 km norðan við Grímsey.

Skjálftavirkni á svæðinu jókst aftur við Grímsey rétt fyrir miðnætti eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag.

Fáar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Þó nokkur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið, þar af nokkrir yfir 3 að stærð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst á þriðja tímanum í nótt.

Þessi virkni er hluti af hrinu sem hófst 8. september. Alls hafa um 6.000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst en stærsti skjálftinn varð 8. september kl. 04:01, eða 4,9 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert