38 tjónstilkynningar vegna flóðsins í Hvassaleiti

Tjón eftir að vatnslögn gaf sig við Hvassaleiti.
Tjón eftir að vatnslögn gaf sig við Hvassaleiti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tjónstilkynningar til VÍS vegna tjónsins sem varð er kaldavatnslögn Veitna fór í sundur í Hvassa­leiti eru 38 talsins. Af þeim eru sjö mál ennþá opin og í vinnslu en önnur mál eru lokuð og búið að gera upp að sögn Erlu Tryggvadóttur, samskiptastjóra VÍS.

Erfitt reyndist í fyrstu að meta umfang tjónsins en það er ekki nú fyrr en rétt tæplega tveimur vikum síðar sem málin eru farin að skýrast.

Það hversu langur tími getur liðið þar til fólk fær greiddar bætur er misjafn en segir Erla að vonandi muni þessum málum ljúka fljótlega en að þau séu í eðlilegu tjónamatsferli.

38 tjónstilkynningar hafa komið á borð VÍS.
38 tjónstilkynningar hafa komið á borð VÍS. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert