Gamli Herjólfur kom til Vestmannaeyja í gær. Hann mun leysa Herjólf af í siglingum á milli lands og Eyja á meðan ferjan fer í slipp í Hafnarfirði. Áætlað hefur verið að skipið fari í slipp 8. þessa mánaðar og verði frá í allt að þrjár vikur.
Vegagerðin leigði Herjólf til verkefna í Færeyjum gegn því að hægt yrði að kalla hann heim þegar á þyrfti að halda. Unnið var að dýpkun Landeyjahafnar og á rifinu utan við höfnina, í þeim tilgangi að höfnin gæti nýst eldra skipinu. Það er sett á áætlun næstkomandi föstudag.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.