35 milljón króna hagnaður af Landsmóti hestamanna

Horft var á mótið í gegnum beint streymi, frá 42 …
Horft var á mótið í gegnum beint streymi, frá 42 löndum. mbl.is/Hákon Pálsson

Landsmót hestamanna, sem haldið var á Hellu í sumar, skilaði 35 milljón króna hagnaði. 

Skýrsla Landsmóts hestamanna var kynnt á Landsþingi Landssambands hestamanna í gær. 

Tæplega 9 þúsund miðar seldust á mótið og um 75 prósent þeirra seldust í forsölu. 82 prósent þeirra sem keyptu miða í gegnum Tix voru Íslendingar. 

Þar að auki var horft á mótið í gegnum beint streymi, frá 42 löndum, en um 76 prósent áhorfa voru þó frá Íslandi. 

Heildartekjur mótsins voru 173 milljónir króna og gjöld voru 138 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert