Logi nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Einarsson var kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins í dag. Logi er þingmaður Norðausturkjördæmis og var formaður Samfylkingarinnar frá árinu 2016 þar til Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður flokksins á dögunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Logi tekur við þingflokksformennsku af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni síðan frá upphafi þings eftir síðustu alþingiskosningar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir var á fundinum kjörin varaformaður þingflokks og Jóhann Páll Jóhannsson ritari þingflokksins.

„Ég er þakklátur fyrir traustið og mun gera mitt besta við að leggja nýrri forystu í Samfylkingunni lið. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Logi í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert