Herjólfur laus úr slipp og á leið til Eyja

Forsvarsmenn Herjólfs Ohf fyrir því að Herjólfur IV leysi nafna …
Forsvarsmenn Herjólfs Ohf fyrir því að Herjólfur IV leysi nafna sinn af strax á morgun. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Herjólfur IV er kominn úr slipp og mun að óbreyttu byrja að sigla áætlanasiglingar á morgun. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Hörður segir að vegna bilunar hafi þurft að panta einhverja varhluti erlendis frá sem hafi tafið ferlið aðeins.

Eldri Herjólfur staðið vaktina síðasta mánuð

Nýi Herjólfur fór í slipp 8. október en Herjólfur III hefur sinnt áætlanasiglingum á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan. Hörður segir eldra skipið hafa staðið sig með prýði.

„Það hefur gengið vel. Við höfum fengið gott veður og hann hefur siglt til Landeyjarhafnar langflesta daga sem hann hefur verið hérna svo það hefur bara gengið vel.“

Hörður segir Herjólf IV á leiðinni til Vestmannaeyja núna í dag og vonast til þess að hann geti tekið vil áætlunarsiglingum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert