Myndavélar og tíu skilti í Reynisfjöru

Ljósaskiltið er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar.
Ljósaskiltið er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Upp­setn­ingu viðvör­un­ar- og upp­lýs­inga­skilta í Reyn­is­fjöru er lokið. Auk skilt­anna var komið fyr­ir 300 metra langri keðju meðfram bíla­stæðinu sem leiðir fólk eft­ir göngu­stíg og fram­hjá skilt­un­um. Lög­gæslu­mynda­vél­um var komið fyr­ir á mastri í fjöru­kamb­in­um. Mynd­um þaðan er streymt á varðstofu lög­regl­unn­ar á Suður­landi á Sel­fossi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ferðamála­stofu.

„Við gerð skilt­anna var haft að leiðarljósi að skilti eru til upp­lýs­inga­miðlun­ar, þar eiga upp­lýs­ing­ar að vera aðgengi­leg­ar og áhuga­verðar, út­skýra hvað er hægt að gera á staðnum en ekki bara boð og bönn þó að á öll­um skilt­un­um séu vissu­lega varúðarmerk­ing­ar. Sett voru upp eitt ljósa­skilti, þrjú stór upp­lýs­inga­skilti og sex leiðbein­andi skilti. Eitt upp­lýs­inga­skilt­anna er um hætt­urn­ar vegna öld­unn­ar og er það við hlið ljósa­skilt­is­ins sem er bein­tengt öldu­spár­kerfi Vega­gerðar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Skilt­in eru hluti af vinnu sam­ráðshóps sem stofnaður var um ör­ygg­is­mál í Reyn­is­fjöru í sum­ar. Í hópn­um voru full­trú­ar land­eig­enda, Lög­regl­unn­ar á Suður­landi, Ferðamála­stofu, Lands­bjarg­ar, Vega­gerðar­inn­ar og Kötlu Geopark. Kolof­on annaðist hönn­un og út­færslu skilt­anna og gaf vinnu sína.

Ný upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Reynisfjöru.
Ný upp­lýs­inga­skilti fyr­ir ferðamenn í Reyn­is­fjöru. Ljós­mynd/​Aðsend

Fjör­unni skipt í svæði eft­ir aðstæðum

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Reyn­is­fjara sé aldrei lokuð en að henni sé skipt í svæði eft­ir aðstæðum. Gult ljós þýðir að fólk á ekki að fara inn á gula svæðið og rautt ljós þýðir að það má ekki fara inn á rauða svæðið eða ekki lengra en að ljósa­skilt­inu.

„Gest­ir eiga þá að halda sig uppi á fjöru­kamb­in­um en sjón­arspilið þaðan er magnað á að horfa úr ör­uggri fjar­lægð. Örygg­is­ráðstaf­an­ir í Reyn­is­fjöru eru ein­ung­is með upp­lýs­inga­miðlun. Ekki er mönnuð gæsla á staðnum, sem væri svo gott næsta skref, þó ekki væri nema á þeim dög­um sem eru rauðar aðstæður. Til að fjár­magna slíka gæslu þurfa land­eig­end­ur að taka sig sam­an og inn­heimta aðstöðugjald af gest­um,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

Með nýju ljósa­skilt­un­um, í bland við kort og skila­boð á þrem­ur tungu­mál­um, er von­ast til að gest­ir Reyn­is­fjöru átti sig á hætt­un­um sem leyn­ast á svæðinu og hagi ferðum sín­um eft­ir því.

„Skilti, sama hversu góð þau eru, stoppa ekki neinn sem ætl­ar sér niður í flæðar­mál sama hvað — en þau eru nauðsyn­leg til að bægja sem flest­um á ör­ugga staði til að njóta Reyn­is­fjöru í allri sinni dýrð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert