„Er það eitthvað til að hreykja sér af?“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon

„Er það eitt­hvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eft­ir að hafa horft aðgerðalaus á eld­inn í fjög­ur ár og kastað sprek­um á bálið,“ spurði Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sem gerði svarta skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um stjórn­sýslu sjókvía­eld­is að um­tals­efni á Alþingi í dag. 

Hann benti á að 23 at­huga­semd­ir hefðu verið gerðar „marg­ar mjög al­var­leg­ar, um brota­lam­ir, aðgerðal­eysi, slæl­egt eft­ir­lit, lé­lega stjórn­sýslu og hags­muna­árekstra sem und­ir­strik­ar mjög ber­sýni­lega skort á póli­tískri sýn, skort á aðgerðum og for­ystu um eina mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein okk­ar Íslend­inga, hið ört vax­andi fisk­eldi.“

Sig­mar sagði að eitt af því sem Rík­is­end­ur­skoðun nefndi hefði verið samþjöpp­un eign­ar­halds og stefnu­laus upp­bygg­ing og nýt­ing svæða sem ynnu gegn því að auðlind­in skilaði há­marks­ávinn­ingi fyr­ir rík­is­sjóð hefði fest sig í sessi „án mik­ill­ar umræðu eða at­beina stjórn­valda“.

Stækk­ar stjórn­laust ár frá ári

„Þessi setn­ing frá ann­ars orðvör­um rík­is­end­ur­skoðanda er slá­andi. Hér hef­ur byggst upp heil at­vinnu­grein sem stækk­ar ár frá ári stjórn­laust, stund­um í óþökk nátt­úr­unn­ar, í gegnd­ar­lausu kapp­hlaupi um svæði nán­ast án eft­ir­lits eða eðli­legr­ar gjald­töku og án þess að stjórn­völd hafi haft mik­inn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyr­ir því að lög og regl­ur mynduðu til­hlýðileg­an ramma um grein­ina sem skil­ar tug­um millj­arða í þjóðarbúið,“ sagði Sig­mar. 

Óskað eft­ir skýrslu til að fletta ofan af eig­in van­getu

Hann benti á að í svör­um for­sæt­is­ráðherra, sem hafi stýrt rík­is­stjórn­inni í fimm ár, hafi það verið gert að aðal­atriði máls­ins að mat­vælaráðherra hefði óskað eft­ir um­ræddri skýrslu fyr­ir ári.

„Hvað með öll valda­ár­in frá 2018 þegar fisk­eldið óx úr 12.000 tonn­um í 45.000 tonn? Nú­ver­andi mat­vælaráðherra var um­hverf­is­ráðherra þá og um­hverf­is­ráðuneytið fær sinn skerf af at­huga­semd­um í skýrsl­unni og einnig und­ir­stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins. Það var svo for­sæt­is­ráðherra sem verk­stýrði aðgerðal­eys­inu. Er hægt að verja margra ára stefnu­leysi og aðgerðal­eysi með því að óska eft­ir skýrslu til að fletta ofan af eig­in van­getu og van­hæfni? Er það eitt­hvað til að hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári eft­ir að hafa horft aðgerðalaus á eld­inn í fjög­ur ár og kastað sprek­um á bálið?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert