Framsóknarmenn eru víða

Miðað við þau ummerki sem netþrjóturinn sem stal síðu Sigurðar …
Miðað við þau ummerki sem netþrjóturinn sem stal síðu Sigurðar hefur skilið eftir má ætla að hann hafi einhver tengsl við Norður-Indland. Samsett mynd

Teymi innviðaráðherra er enn engu nær um hver yfirtók Facebook-síðu ráðherrans fyrir helgi. Glöggir notendur miðilsins hafa eflaust tekið eftir því að reikningur ráðherra ber nú yfirskriftina Ramay Entertainment með mynd sem sæmir nafninu.

Rúv greindi fyrst frá þjófnaði reikningsins en í fréttinni kemur fram að á texta nýrrar einkennismyndar aðgangsins megi finna hindískt letur. Að öðru leyti séu myndin og nýja nafnið órekjanleg.

Nýjasta færsla á síðu ráðherrans fyrir stuld var afsökunarbeiðni vegna …
Nýjasta færsla á síðu ráðherrans fyrir stuld var afsökunarbeiðni vegna framferðis hann á Búnaðarþingi í fyrra. Ljósmynd/Skjáskot

Yfirtökur af þessu tagi algengar

Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af nýjum vendingum í málinu frá því á föstudeginum. Teymi ráðherra sé því engu nær um hvert megi rekja þennan síðustuld.

Engin beiðni um lausnargjald hefur borist honum til eyrna en Sigtryggur fullvissaði blaðamann um að verið væri að vinna í því að endurheimta Facebook-reikninginn. Yfirtökur síðna af þessu tagi eru algengar verknaðaraðferðir netþrjóta og erfitt að rekja þær:

„Þetta er eitthvað þekkt, segja mér kunnugir menn. Enda eru framsóknarmenn víða,“ segir Sigtryggur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert