Framsóknarmenn eru víða

Miðað við þau ummerki sem netþrjóturinn sem stal síðu Sigurðar …
Miðað við þau ummerki sem netþrjóturinn sem stal síðu Sigurðar hefur skilið eftir má ætla að hann hafi einhver tengsl við Norður-Indland. Samsett mynd

Teymi innviðaráðherra er enn engu nær um hver yf­ir­tók Face­book-síðu ráðherr­ans fyr­ir helgi. Glögg­ir not­end­ur miðils­ins hafa ef­laust tekið eft­ir því að reikn­ing­ur ráðherra ber nú yf­ir­skrift­ina Ramay Entertain­ment með mynd sem sæm­ir nafn­inu.

Rúv greindi fyrst frá þjófnaði reikn­ings­ins en í frétt­inni kem­ur fram að á texta nýrr­ar ein­kenn­ismynd­ar aðgangs­ins megi finna hindískt let­ur. Að öðru leyti séu mynd­in og nýja nafnið órekj­an­leg.

Nýjasta færsla á síðu ráðherrans fyrir stuld var afsökunarbeiðni vegna …
Nýj­asta færsla á síðu ráðherr­ans fyr­ir stuld var af­sök­un­ar­beiðni vegna fram­ferðis hann á Búnaðarþingi í fyrra. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Yf­ir­tök­ur af þessu tagi al­geng­ar

Sig­trygg­ur Magna­son, aðstoðarmaður Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa heyrt af nýj­um vend­ing­um í mál­inu frá því á föstu­deg­in­um. Teymi ráðherra sé því engu nær um hvert megi rekja þenn­an síðustuld.

Eng­in beiðni um lausn­ar­gjald hef­ur borist hon­um til eyrna en Sig­trygg­ur full­vissaði blaðamann um að verið væri að vinna í því að end­ur­heimta Face­book-reikn­ing­inn. Yf­ir­tök­ur síðna af þessu tagi eru al­geng­ar verknaðaraðferðir netþrjóta og erfitt að rekja þær:

„Þetta er eitt­hvað þekkt, segja mér kunn­ug­ir menn. Enda eru fram­sókn­ar­menn víða,“ seg­ir Sig­trygg­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert