Skiluðu tölvukerfinu til heilbrigðisyfirvalda

Stephen Donnelly, lengst til vinstri, eftir að fyrsti skammturinn af …
Stephen Donnelly, lengst til vinstri, eftir að fyrsti skammturinn af bóluefni Pfizer BioNTech kom til Írlands í lok síðasta árs. AFP

Hópur tölvuþrjóta skilaði heilbrigðisyfirvöldum á Írlandi lykli að dulkóðuðum tölvukerfum þeirra. Árás hópsins á tölvukerfi heilbrigðisyfirvalda hafði lamað starfsemi heilbrigðisstofnana.

Hópurinn, sem kallar sig Conti, hafði áður óskað eftir lausnargjaldi að andvirði rúmra 2,3 milljarða króna en ríkisstjórn Írlands hafði harðneitað að greiða þá upphæð. Hópurinn heldur enn uppi hótunum um að dreifa persónuupplýsingum úr gagnagrunninum ef ríkisstjórnin reiðir ekki fram gjald.

„Þó við séum að afhenda ykkur dulkóðunarlykilinn endurgjaldslaust þýðir það ekki að við munum falla frá því að dreifa og selja gögnin ef þið reynið að leysa málið með okkur,“ er haft eftir hópnum á BBC.

Heilbrigðisyfirvöld í Írlandi geta nú aftur notað tölvukerfin sín en árásin olli miklum töfum á geislameðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert