Fjórði hver Akureyringur hefur tekið flugið

Á fyrstu sjö mánuðum Niceair fóru um níu þúsund manns …
Á fyrstu sjö mánuðum Niceair fóru um níu þúsund manns samtals tæplega nítján þúsund ferðir milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, Berlínar, Edinborgar og Tenerife.

Um það bil fjórði hver Ak­ur­eyr­ing­ur hef­ur tekið flugið með flug­fé­lag­inu Nicea­ir, að öll­um ald­urs­hóp­um meðtöld­um.

Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna rann­sókn­ar á sam­fé­lags­leg­um áhrif­um af beinu milli­landa­flugi á Ak­ur­eyri sem stýrt er af Þóroddi Bjarna­syni, rann­sókn­ar­pró­fess­or í byggðafræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands.

„Stofn­un Nicea­ir er ein áhuga­verðasta ný­sköp­un­in á sviði byggðamála á Íslandi á síðari árum“, seg­ir Þórodd­ur Bjarna­son í sam­tali við ak­ur­eyri.net. „Í Evr­ópu eru ýmis dæmi um að aðilar í heima­byggð hafi stofnað flug­fé­lög til að tengja stærri bæi og smærri borg­ir bet­ur við um­heim­inn. Þessi fé­lög eru með eina eða tvær leigu­vél­ar í rekstri og fljúga yf­ir­leitt til einn­ar stór­borg­ar og svo til ým­issa sól­ar­stranda.“

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna fram á að á fyrstu sjö mánuðum Nicea­ir fóru um níu þúsund manns sam­tals tæp­lega nítj­án þúsund ferðir milli Ak­ur­eyr­ar og Kaup­manna­hafn­ar, Berlín­ar, Ed­in­borg­ar og Teneri­fe.

Um það bil þrír af hverj­um fjór­um farþegum voru Ak­ur­eyr­ing­ar eða aðrir Eyf­irðing­ar, en er­lend­ir ferðamenn um 12%. Þá vakti at­hygli að u.þ.b. fjórði hver Ak­ur­eyr­ing­ur hef­ur tekið flugið með Nicea­ir.

Rann­sókn­in, sem standa mun til árs­loka 2023, hlaut styrk sem eitt af áherslu­verk­efn­um SSNE 2023 og er jafn­framt styrkt af Rann­sókna­sjóði Há­skóla Íslands. Rann­sókn­in bygg­ir á fjölþætt­um aðferðum en þar á meðal má nefna óper­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um sam­setn­ingu farþega­hóps­ins, spurn­ingakann­an­ir um borð í flugi Nicea­ir og al­menna viðhorfa­könn­un meðal íbúa á Norður- og Aust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka